Sigvaldi og Nótt eignuðust son

Sigvaldi Guðjónsson og Nótt Jónsdóttir eignuðust son.
Sigvaldi Guðjónsson og Nótt Jónsdóttir eignuðust son. Skjáskot/Instagram

Landsliðsmaðurinn Sigvaldi Guðjónsson og Nótt Jónsdóttir eignuðust son hinn 22. september síðastliðinn. Drengurinn er fyrsta barn parsins saman.

Ásamt því að spila með íslenska landsliðinu í handbolta spilar Sigvaldi með norska liðinu Kolstad Håndball. Fjölskyldan er því búsett í Þrándheimi í Noregi, en áður voru þau búsett í Póllandi þar sem Sigvaldi spilaði með pólska liðinu Vive Kielce á árunum 2020 til 2022. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is