Létu barnið sofa á skítugu gólfinu undir flugsætinu

Ljósmynd/Unsplash/JC Gellidon

Myndskeið sem sýnir ungt barn sofandi á gólfinu undir sætaröð foreldra sinna hefur vakið mikla athygli á netinu, en myndskeiðið tóku farþegar sem sátu í næstu sætaröð og sést höfuð barnsins liggja við fætur þeirra. 

„Ég trúi ekki að ég þurfi að segja þetta, en vinsamlegast ekki nota gólfið í flugvélum sem rúm fyrir litla barnið þitt. Takk fyrir. Barnið er undir flugsætum foreldra sinna sem eru líka sofandi en sjást ekki í myndskeiðinu,“ var skrifað við myndskeiðið, en því var deilt á instagramreikninginum A Trip With SK. 

Slæm hugmynd af mörgum ástæðum

Margir voru hneykslaðir á myndbandinu og bentu á það væri slæm hugmynd af setja barnið undir flugsætið af fjölmörgum ástæðum. 

„Ekki nóg með það að teppið sé ógeðslegt heldur er barnið í alvarlegri hættu á meiðslum ef það verður skyndilega ókyrrð,“ var skrifað við færsluna, en ókyrrð getur verið hættuleg farþegum sem eru ekki í sætum sínum og ekki í belti. 

Teppalögð gólfin skítug

Fólk gengur yfir teppalögð gólf flugvélanna allan daginn og fer meðal annars inn og út af klósettinu þar sem þvag er oft á gólfum. Samkvæmt The Points Guy eru teppi flugvéla venjulega ryksuguð á nóttunni, en þau eru ekki þrifin almennilega nema á 35 til 40 daga fresti, en þá fer flugvélin í allsherjar hreinsun. 

Nokkrir viðurkenndu þó að hafa gert hið sama, en þetta væri stundum eina leiðin til að fá börn til að vera róleg í flugi. 

mbl.is