Uppskriftabækur hjálpa til við lesturinn

Börn þurfa ekki endilega bara að lesa sögur. Það getur …
Börn þurfa ekki endilega bara að lesa sögur. Það getur líka verið gagnlegt að lesa matseðla eða innkaupalista. Unsplash.com/Mael Ballard

Sérfræðingar benda á að það að nýta óhefðbundnar leiðir til þess að fá börn til að lesa gæti hvatt þau áfram til þess að lesa meira. Þetta kemur fram í rannsókn sem unnin var af Oxford University Press en 28% eldri grunnskólanema sögðust vilja að foreldrar læsu meira fyrir þá.

Þá vildu 59% foreldra verja meiri tíma með börnunum sínum að lesa. Það sem hins vegar stendur í vegi fyrir slíkum gæðastundum sé mikill skjátími og heimavinna. Þá væru börnin oft of þreytt til þess að lesa með foreldrum sínum.

„Leitið eftir nýstárlegum leiðum til þess að lesa t.d. með að lesa uppskriftabækur, hafa bækur í bílnum eða að lesa saman matseðil á veitingastað. Þetta mun auka orðaforða þeirra án þess að þau taki einu sinni eftir því. Þegar maður er að lesa fyrir yngri börn, reynið þá að velja bækur með myndir sem hægt er að ræða um,“ segir í rannsókninni.

Þá er bent á mikilvægi þess að lesa alls konar texta, ekki bara sögubækur. Lesa skal fréttir, póstinn, bæklinga, lista og svo framvegis. Svo eru hljóðbækur líka valkostur. Það er hægt að skapa sérstakt lestrarhorn með lítilli bókahillu í hæð barnsins. Bara fimm mínútur á dag skipti sköpun til þess að byggja upp lesfærni sem hægt er að byggja á til framtíðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert