Systkinin fæddust með 9 daga millibili

Nick Cannon er orðinn tíu barna faðir.
Nick Cannon er orðinn tíu barna faðir. AFP

Grínistinn Nick Cannon og Brittany Bell eignuðust son hinn 23. september síðastliðinn, en drengurinn er þriðja barn þeirra saman og tíunda barn Cannons. Sonurinn kom í heiminn nokkrum dögum á eftir níunda barni Cannons, en hann eignaðist dóttur með fyrirsætunni LaNisha Cole hinn 14. september.

Cannon á nú tíu börn með sex konum og virðist alsæll með fjölskyldu sína sem fer sífellt stækkandi.

Erfið fæðing

Litli drengurinn hefur þegar fengið nafnið Rise Messiah Cannon, en fyrir eiga Cannon og Bell fimm ára son og eins árs dóttur. Cannon birti langa færslu á Instagram-reikningi sínum þar sem hann tilkynnti gleðifregnirnar og lýsti erfiðri fæðingu sonar síns.

„Þetta var líklega erfiðasta fæðing sem ég hef orðið vitni að. 48 klukkustundir af ömurlegum sársauka og lífshættu til að taka á móti tíu pundum af ást og gleði sem heitir Rise Messiah Cannon,“ skrifaði Cannon og þakkaði Bell fyrir að vera klett sinn í gegnum þetta allt. „Hún hefur kennt mér svo margt um uppeldi, sálfræði, andlega heilsu, ást og bara lífið almennt,“ bætti hann við.

View this post on Instagram

A post shared by NICK CANNON (@nickcannon)

Tilkynnir hverja óléttuna á eftir annarri

Cannon virðist hvergi nær hættur að stækka fjölskyldu sína, en hann á von á sínu ellefta barni með Abby De La Rosa. Samkvæmt heimildum Sun er von á barninu í árslok. Fyrir eiga þau eins árs gamla tvíbura.

mbl.is