Birtir fyrstu myndina af öllum sjö börnunum

Alec og Hilaria Baldwin með börnin sín sjö.
Alec og Hilaria Baldwin með börnin sín sjö. Skjáskot/Instagram

Sjöunda barn þeirra Hilariu og Alec Baldwin kom í heiminn hinn 22. september síðastliðinn. Hilaria birti fyrstu myndina af þeim hjónum með börnin sín sjö á dögunum. 

Litla stúlkan fékk nafnið Ilaria Catalina en alsystkini hennar eru Eduardo Pao, Romeo Alejandro, Leonardo Ángel, Rafael Thomas, Maria Lucia, og Carmen Gabriela. Öll eru þau undir tíu ára aldri en Carmen er elst, 9 ára gömul. 

„Fyrsta myndin með okkar minnstu Baldwin. Þvílíkt Baldwinito draumateymi. Ireland, við söknum þín og elskum þig,“ skrifaði Hilaria við myndina og vísar þar til elstu dóttur eiginmanns síns, sem hann átti með Kim Basinger. Ireland er fyrirsæta og er talsvert mikið eldri en öll systkini sín, en hún verður 27 ára nú í október.

mbl.is