„Ég græt fimm sinnum á dag“

Molly Mae á von á sínu fyrsta barni með kærasta …
Molly Mae á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum, Tommy Fury. Skjáskot/Instagram

Íslandsvinkonan og Love-Island stjarnan Molly Mae opnaði sig á dögunum um tilfinningarússíbana sem hún hefur upplifað fyrstu sex mánuði meðgöngu sinnar. Mae deildi 30 mínútna löngu myndbandi á YouTube-rás sinni þar sem hún leyfir áhorfendum að fylgjast með sér frá þrettándu viku meðgöngu sinnar og þar til hún er gengin rúmlega sex mánuði á leið.

Mae og Furry kynntust í raunveruleikaþáttunum Love Island, en þau enduðu í öðru sæti í fimmtu þáttaröð. Parið tilkynnti óléttuna með sameiginlegri færslu á Instagram, en rúmlega 2,6 milljónir hafa þegar líkað við færsluna. 

Nýjar tilfinningar og mikill grátur

Mae viðurkennir að henni hafi fundist upplifunin tilfinningalega erfið, enda hafi hún þurft að takast á við alls kyns tilfinningar sem hún hafði aldrei upplifað áður. 

„Tilfinningalega séð hefur þetta verið erfiðasta tímabil lífs míns,“ sagði Mae í myndbandinu. „Ég græt fimm sinnum á dag að ástæðulausu. Ég bara græt yfir öllu,“ bætti hún við. 

Mae sagðist ekki vilja gefa upp hvenær þau ættu von á barninu, en tímalína myndbandsins bendir til þess að þau taki á móti barninu um mánaðarmótin desember/janúar. 

mbl.is