Kynna börnin fyrir verkum Kjarvals

Börnin fá að kynnast verkum Jóhannesar Kjarval í fjölskylduleiðsögn um …
Börnin fá að kynnast verkum Jóhannesar Kjarval í fjölskylduleiðsögn um Kjarvalsstaði á laugardag. Ljósmynd/Ólafur K. Magnússon

Listasafn Reykjavíkur býður fjölskyldum að koma í leiðsögn um sýningu Jóhannesar S. Kjarval, Fyrstu snjóar, á Kjarvalsstöðum á laugardaginn kemur. 

Dagskráin er miðuð út frá því að börn kom í fylgd með fullorðnum og heimsóknin sé því skemmtileg og skapandi samvera milli kynslóða. 

Aðgangur er ókeypis fyrir börn fram til 18 ára aldurs. 

Kjarval er einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar og fjölbreytt lífsverk hans nær yfir fjölda málverka af náttúru landsins, kynjaverum og fólkinu í landinu.

Leiðsögnin hefst klukkan 13.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert