Stúlka bætist í hópinn hjá Hönnu og Arnari

Hanna Björk og Arnar eru hér með börnin fjögur sem …
Hanna Björk og Arnar eru hér með börnin fjögur sem þau eignuðust á 21 mánuði. Hanna er með Þorra og Bjart; Arnar með Írenu og Ingiberg. Lítil stúlka mun svo bætast í hópinn á næsta ári. mbl.is/Ásdís

Lítil stúlka mun bætast í hópinn hjá hjónunum Hönnu Björk Hilmarsdóttir og Arnari Long Jóhannssyni á næsta ári. Hjónin eiga nú von á sínu fimmta barni, en fyrir eiga þau þríbura og einn son. 

Þegar litla stúlkan bætast í hópinn munu þau því eiga tvær dætur og þrjá syni. Elsti son­ur Hönnu og Arn­ars heit­ir Ingi­berg­ur en þríbur­arn­ir heita Þorri, Bjart­ur og Írena.

Hanna og Arnar ræddu við Sunnudagsblað Morgunblaðsins fyrr á þessu ári um upplifun sína af því að eiga þríbura.

mbl.is