Elísabet og Gunnar eignuðust dóttur

Elísabet Gunnarsdóttir og Gunnar Steinn Jónsson eignuðust dóttur.
Elísabet Gunnarsdóttir og Gunnar Steinn Jónsson eignuðust dóttur. mbl.is/Stella Andrea

Tísku­blogg­ar­inn Elísa­bet Gunn­ars­dótt­ir og eig­inmaður henn­ar, hand­boltamaður­inn Gunn­ar Steinn Jóns­son, eignuðust dóttur á miðvikudaginn. Stúlkan er þriðja barn þeirra Elísabetar og Gunnars en fyrir eiga þau eina dóttur og einn son.

Segja þau stúlkuna hafa komið með hvelli. Gunnar skrifar meðal annars falleg orð til konu sinnar þegar hann greinir frá komu barnsins. 

„Fyrsta hrós dagsins fær konan mín, þvílík hetja og hörkutól. Rúllaði þessu upp eins og flestu sem hún tekur sér fyrir hendur.

Annað hrósið fá ljósmæður. Starfstétt sem á alla mína virðingu. Hreinn úrslitaleikur á hverri vakt. Okkar var alveg frábær. Takk!

Heima tók við falleg stund með stoltum stóru systkinum sem munu án efa leggja línurnar fyrir þessa nýju dömu.“

Barnavefur mbl.is óskar fjölskyldunni til hamingju. 

mbl.is