Búin að gefast upp á tæknifrjóvgun

Kourtney Kardashian og Travis Barker eiga ekki barn saman.
Kourtney Kardashian og Travis Barker eiga ekki barn saman. AFP

Stjörnuhjónin Kourtney Kardashian og Travis Barker hafa ákveðið að hætta að reyna eignast barn með hjálp tæknifrjóvgunar, í bili að minnsta kosti. Kardashian segir að ferlið hafi haft slæm áhrif á heilsu hennar. 

„Þetta reyndi á heilsuna og andlegu hliðina,“ sagði raunveruleikastjarnan í viðtali við Not Skinny But Not Fat að því fram kemur á vef E. „Hormónarnir, lyfin. Það þarf alltaf að svæfa þig. Ég veit að þetta virkar fyrir marga en þetta er ekki fyrir mig,“ segir Kardashian sem var opin með ferlið sem gekk ekki upp. 

Stjarnan fór í heilaskanna og segir að læknir hafi haldið því fram að áhrif meðferðanna hafi komið fram á heila hennar. Hún hefur einnig minni orku eftir að hún hóf meðferðir. 

Hjónin Kourtney Kardashian og Travis Barker.
Hjónin Kourtney Kardashian og Travis Barker. AFP

Raunveruleikastjarnan er 43 ára og á þrjú börn með fyrrverandi sambýlismanni sínum. Trommarinn Barker er 46 ára og á tvö börn með fyrrverandi eiginkonu sinni. Það var þeirra von að eignast barn saman og vegna þess að Kardashian var komin yfir fertugt ákváðu þau að leita strax til læknis og hefja tæknifrjóvgunarferli. „Mér leið eins og mér væri ýtt inn í tæknifrjóvgun,“ sagði Kardashian. 

Þrátt fyrir að hjónin séu hætt í tæknifrjóvgun vonast Kardashian til þess að þau eigi eftir að eignast barn saman einn daginn. „Ef þetta á virkilega að gerast þá mun það gerast,“ sagði Kardashian. „Við erum hætt í tæknifrjóvgun í bili. Við biðjum fyrir því og vonumst eftir því að guð blessi okkur með barni.“

mbl.is