Svona völdu Katrín og Vilhjálmur nöfn barna sinna

Katrín prinsessa heimsótti fæðingardeild í gær.
Katrín prinsessa heimsótti fæðingardeild í gær. AFP

Katrín prinsessa af Wales talaði um hversu mikla pressu hún og Vilhjálmur Bretaprins fundu fyrir þegar þau völdu nöfn á börnin sín þegar hún heimsótti fæðingardeild á sjúkrahúsi í Surrey í gær. Hjónin eiga þrjú börn saman og heita þau Georg, Karlotta og Lúðvík. 

Katrín hitti ljósmæður og nýbakaða foreldra á fæðingardeildinni. „Hún talaði um sín eigin börn og hvernig þau völdu nöfnin á þau. Margir nýbakaðir foreldrar velta fyrir sér hvernig þeir eiga að velja nöfn á börnin sín og þau töluðu við hana um hvernig þau Vilhjálmur gerðu upp hug sinn,“ sagði Amy Stubbs, yfirljósmóðir á deildinni, í viðtali við People

„Hún sagði að þetta væru þeirra uppáhaldsnöfn og að heimurinn hefði augljóslega verið að bíða eftir að fá að vita nöfnin, og að hún hefði fundið fyrir mikilli pressu,“ sagði Stubbs. 

Katrín fékk að halda á hinni nýfæddu Biöncu, á meðan …
Katrín fékk að halda á hinni nýfæddu Biöncu, á meðan hún ræddi við móður hennar Sylviu Novak. AFP
Mæðgurnar Sylvia Novak og Bianca ásamt Katrínu.
Mæðgurnar Sylvia Novak og Bianca ásamt Katrínu. AFP
Katrín ræddi við nýbakaða foreldra. Hér er hún með Andrew …
Katrín ræddi við nýbakaða foreldra. Hér er hún með Andrew og Jessicu Kemp og syni þeirra Hugo. AFP
mbl.is