Missti vatnið fjórum vikum fyrir bráðakeisara

Jamelia tilkynnti óléttuna með fallegri mynd af mægðunum.
Jamelia tilkynnti óléttuna með fallegri mynd af mægðunum. Skjáskot/Instagram

Hin 41 árs gamla söngkona Jamelia tók á móti sinni fjórðu dóttur á dögunum í „ógnvekjandi og afar átakanlegum“ bráðakeisara. Í samtali við tímaritið HELLO segist Jamelia hafa misst vatnið fjórum vikum áður en hún endaði í bráðakeisara, þá gengin 36 vikur á leið. 

„Þetta var skelfilegt. Mér leið eins og ég væri í fæðingu í mánuð, en aðalmarkmiðið var að halda barninu inni eins lengi og hægt var. Ég varð bara að halda í mér,“ sagði söngkonan.

Keisarinn átakanlegur

Þrátt fyrir að hafa gert ráð fyrir því að aðgerðin væru nokkuð „einföld“ segist söngkonan hafa upplifað hana sem mjög átakanlega. „Svo ertu enn að jafna þig eftir stóra aðgerð á meðan þú þarft að sinna nýfæddu barni,“ sagði hún. 

View this post on Instagram

A post shared by Jamelia (@officialjamelia)

Dóttirin viðstödd fæðinguna

Söngkonan á fyrir þrjár dætur á aldrinum 4 til 21 árs. Eldri dætur sínar tvær á hún úr fyrri samböndum en yngri dæturnar á hún með núverandi eiginmanni sínum. Þau giftu sig árið 2017, en hún hefur þó aldrei gefið upp hver hann er.

Eftir að hafa upplifað meðgöngu á unglingsárum, á þrítugsaldri, á fertugsaldri og nú á fimmtugsaldri segir hún dætur sínar hafa fært sér mikinn lærdóm á mismunandi stigum lífs síns.

Næst elsta dóttir Jamalia var viðstödd fæðinguna, en elstu dætur hennar köstuðu upp á það hvor þeirra myndi fylgja mömmu sinni á spítalann. Eiginmaður hennar var heima með yngri dóttur þeirra. „Eins eigingjarnt og það gæti hljómað þá vildi ég deila þessari reynslu með stelpunum mínum. Að sjá einhvern fæða ætti líka að vera góð getnaðarvörn,“ sagði Jamelia.  

mbl.is