Lítil stúlka stal senunni af Vilhjálmi

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín prinsessa í gær.
Vilhjálmur Bretaprins og Katrín prinsessa í gær. AFP

Lítil stúlka í bláum prinsessu kjól stal senunni af Vilhjálmi Bretaprins þegar hann flutti stutta ræðu í heimsókn hjá félagasamtökunum The Street í gær. 

Framtíðarkonungurinn og þriggja barna faðirinn hló að litlu stúlkunni þegar hún skottaðist fram fyrir hópinn, en helt svo áfram með ræðu sína. Samkoman virtist líka hafa gaman af uppátæki stúlkunnar og hló með prinsinum. 

mbl.is