Lítill prins á leiðinni

Sverrir Ingi Ingason og Hrefna Dís Halldórsdóttir eiga von á …
Sverrir Ingi Ingason og Hrefna Dís Halldórsdóttir eiga von á barni.

Knattspyrnumaðurinn Sverrir Ingi Ingason og unnusta hans Hrefna Dís Halldórsdóttir eiga von á sínu öðru barni. Drengur er á leiðinni en fyrir á parið þriggja ára dóttur.  

Erum yfir okkur spennt að taka á móti nýjum fjölskyldumeðlim á næsta ári sem reynist vera lítill prins,“ skrifaði Hrefna á Instagram þegar hún birti myndskeið af fjölskyldunni komast að kyni barnsins. 

Það er skammt á milli stórra högga hjá parinu en það trúlofaði sig í sumar. 

Barnavefur mbl.is óskar parinu til hamingju. 

mbl.is