Tilkynnti óléttuna með myndum frá Vogue

Ofurfyrirsætan Jasmine Tookes á von á sínu fyrsta barni.
Ofurfyrirsætan Jasmine Tookes á von á sínu fyrsta barni. Skjáskot/Instagram

Fyrrverandi Victoria's Secret-fyrirsætan Jasmine Tookes á von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum Juan David Borrero, framkvæmdastjóra samfélagsmiðilsins Snapchat. Fyrirsætan deildi gleðifregnunum með fallegri færslu á Instagram-reikningi sínum. 

„Lítill Borrero. Síðustu sex mánuðir hafa liðið svo hratt og við getum ekki beðið eftir að hitta þennan dýrmæta litla engil. Er svo þakklát fyrir að fá að stofna fjölskyldu með þér Juan,“ skrifaði fyrirsætan við svarthvítar myndir úr myndatöku tískutímaritsins Vogue. 

View this post on Instagram

A post shared by Jasmine Tookes (@jastookes)

Upplifði síþreytu fyrstu vikurnar

Tookes og Borrero kynntust árið 2016 og trúlofuðu sig árið 2020. Ári síðar, í september 2021, giftu þau sig við glæsilega athöfn í Ekvador, en Borrero er sonur Alfredo Borrero, varaforseta Ekvadors. 

Í viðtali sínu við Vogue sagði Tookes þau hjónin hafa ákveðið að bíða með að deila fréttunum vegna síþreytu sem hún upplifði á fyrstu vikum meðgöngunnar. „Ég var svo þreytt að ég gat ekki einu sinni lesið tölvupóstana sem ég fékk - ég sofnaði sitjandi við tölvuna mína. Ég sofnaði næstum því þegar ég var að keyra bílinn minn. Þreytan var eitthvað sem ég hafði aldrei upplifað,“ sagði fyrirsætan. 

mbl.is