Ætlar að vera til staðar eftir skilnaðinn

Föðurhlutverkið er Tom Brady mikilvægt þó svo hjónaband hans og …
Föðurhlutverkið er Tom Brady mikilvægt þó svo hjónaband hans og Gisele Bündchen hafi farið í vaskinn. AFP

Ruðningskappinn Tom Brady ætlar að vera til staðar fyrir börnin sín sem einstæður faðir. Brady og ofurfyrirsætan Gisele Bündchen skildu fyrir nokkrum vikum. Hann þakkar fyrir börnin á þakkargjörðarhátíðinni sem er haldin hátíðleg í Bandaríkjunum í dag. 

„Ég hugsa um sjálfan mig sem foreldri og þakka fyrir það á þakkargjörðarhátíðinni, það er alltaf tími fyrir fjölskylduna,“ sagði Brady í útvarpsviðtali í vikunni að því fram kemur á vef People. „Þegar þú hugsar um þessa hátíð og fórnirnar sem foreldrar færa, það sem foreldrar mínir gerðu fyrir mig og minn feril, það er ótrúlegt.“

Brady á þrjú börn með tveimur konum. Hann vill gera það sama fyrir sín börn og foreldrar hans gerðu fyrir hann þegar hann var lítill. „Ég vil bara vera besti pabbi sem ég get orðið,“ segir Brady sem ætlar að njóta frídagsins. 

Ofurhjónin skildu fyrir stuttu síðan og er það vilji þeirra að börnin hafi eins mikið aðgengi að þeim og áður þrátt fyrir breyttar aðstæður. „Þau geta hitt foreldra sína eins og þau vilja. Þau eru með skipulag en hvorugt þeirra vill koma í veg fyrir að þau hitti hitt foreldrið,“ sagði heimildarmaður sem þekkir til. 

Gisele Bundchen og Tom Brady árið 2014 þegar allt lék …
Gisele Bundchen og Tom Brady árið 2014 þegar allt lék í lyndi. AFP
mbl.is