Fósturmissirinn enn sár

Jessie J segir sorgina aldrei hverfa alveg.
Jessie J segir sorgina aldrei hverfa alveg. AFP

Ár er liðið síðan söngkonan Jessie J fékk þær fréttir að hún væri að missa fóstur sem hún gekk með. Söngkonan segir missinn enn vera sárann og að hún sé enn að vinna úr sorginni. 

„Þó ég geti núna sagt söguna án þess að fara að gráta, þá er ég enn að uppgötva hvað þessi lífsreynsla hafði mikil áhrif á mig,“ skrifaði söngkonan á Instagram. 

„Þetta er enn sár missir, og ég er bara búin að vera að hugsa til allra þeirra kvenna, karla og fjölskyldna sem hafa gengið í gegnum þetta oft og hversu sterk þau eru. Sorgin er svo undarlegt og persónulegt ferli. Tíminn hjálpar en hún hverfur aldrei alveg,“ skrifaði hún. 

Skjáskot/instagram
mbl.is