Greta Salóme orðin mamma

Greta Salome Stefánsdóttir er orðin móðir.
Greta Salome Stefánsdóttir er orðin móðir. Ljósmynd/Aðsend

Söngkonan Greta Salóme Stefánsdóttir er orðin móðir. Henni og unnusta hennar Elvari Þór Karlssyni fæddist barn í gær, fimmtudaginn 24. nóvember. 

Greta sagði frá tíðindunum á Instagram í gær og sagði þakkargjörðarhátíðina, sem haldin var í Bandaríkjunum í gær, hafa fengið nýja merkingu fyrir henni. 

Greta Salóme söng sig inn í hjörtu lands­manna þegar hún tók í Eurovi­son á sín­um tíma en hún hef­ur í gegn­um tíðina unnið mikið er­lend­is þar sem hún hef­ur skemmt fólki.

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

Skjáskot/Instagram
mbl.is