Gates-fjölskyldan stækkar

Jennifer Gates og Nayel Nassar eiga von á barni.
Jennifer Gates og Nayel Nassar eiga von á barni. Skjáskot/Instagram

Jennifer Gates og eiginmaður hennar Nayel Nassar eiga von á sínu fyrsta barni. Gates er dóttir auðkýfingsins og meðstofnanda Microsoft, Bill Gate og Melindu Gates. 

Gates og Nassar tilkynntu um erfingjann í gær, á þakkargjörðarhátíð Bandaríkjamanna. Hjónin gengu í það heilaga í október á síðasta ári. 

Þetta verður fyrsta barnabarn Bill og Melindu Gates, sem eiga saman þrjú börn. Þau skildu á síðasta ári eftir 27 ára hjónaband. 

Gates og Nassar hafa bæði keppt í reiðmennsku, en hann er milljónamæringur af egypskum ættum.

mbl.is