Elvar og Greta Salóme alsæl með soninn

Elvar Þór Karlsson og Greta Salóme Stefánsdóttir með soninn.
Elvar Þór Karlsson og Greta Salóme Stefánsdóttir með soninn. Ljósmynd/Instagram

Elvar Þór Karlsson og Greta Salóme Stefánsdóttir eignuðust son á fimmtudaginn var, þann 24. nóvember.

Drengurinn var 2.160 gr. á þyngd og 43 sm langur þegar hann kom í heiminn. Fjölskyldan er nú farin heim með soninn en Elvar birti mynd af fjölskyldunni á spítalanum. Eins og sjá má heilsast öllum vel. 

Greta Salóme söng sig inn í hjörtu landsmanna þegar hún byrjaði að syngja en þau Elvar eru líka mikið íþróttafólk og hafa stundað CrossFit af kappi. Nú mun tilvera þeirra hinsvegar fara upp um mörg þrep þegar lítill drengurinn hefur bæst í hópinn. 

mbl.is