Konur dæmdar hvort sem þær eiga börn eða ekki

Eva Green er oft spurð út í barneignir.
Eva Green er oft spurð út í barneignir. AFP

Leikkonan Eva Green segist reglulega fá spurningar um hvort hún eigi börn. Hún var 26 ára þegar hún sló í gegn í James Bond-myndinni Casino Royal. Í dag er hún 42 ára og barnlaus.

Green hefur alltaf haldið því fram að hún sé hamingjusamlega einhleyp. Hún vinnur, ferðast, hittir vini, les mikið og fer í langa göngutúra með hundinum sínum Winston. Hún segir að konur séu dæmdar sama hvort þær eigi börn eða ekki.

„Konur eru dæmdar fyrir að eiga ekki börn en ef þær eiga börn þá eru þær dæmdar fyrir það hvernig þær ala börnin upp. Þegar ég hitti fólk þá er ég alltaf spurð hvort ég eigi börn. Maður verður að læra fljótt að líða vel í eigin skinni til þess að þola þessar ágengu spurningar. Ég er enn nógu ung til þess að eignast börn en ég hef bara ekki ákveðið neitt ennþá,“ segir Green í viðtali við The Times.

Eva Green.
Eva Green. Getty Images
mbl.is