Snorri og Nadine eiga von á barni

Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi eiga von á barni.
Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi eiga von á barni. Ljósmynd/Samsett

Snorri Másson fréttamaður á Stöð 2 og Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri flugfélagsins Play, eiga von á barni. Parið greindi frá því á Facebook rétt í þessu að það væri að fjölga í fjölskyldunni.

Kærustuparið hnaut um hvort annað fyrr á þessu ári og hefur ást þeirra á milli ekki farið framhjá nokkrum lifandi manni. Nadine á fyrir einn son úr fyrra sambandi en væntanlegt barn þeirra er frumburður Snorra. 

Parið hefur verið á ferð og flugi eftir að þau hófu samband sitt en vegna vinnunnar hefur Nadine þurft að ferðast töluvert. Oft hefur Snorri verið með í för en hann var til dæmis um borð þegar Play flaug jómfrúarferðina á Stewart-flugvöllinn í New York svo einhver ferð sé nefnd. 

Barnavefurinn óskar þeim til hamingju! 

mbl.is