Tilkynnti óléttuna í beinni

Leikkonan Keke Palmer er ófrísk að sínu fyrsta barni.
Leikkonan Keke Palmer er ófrísk að sínu fyrsta barni. AFP

Leikkonan Keke Palmer er ófrísk af sínu fyrsta barni með kærasta sínum, Darius Jackson. Hún tilkynnti gleðifregnirnar í beinni þegar hún var kynnir í gamanþáttunum Saturday Night Live. 

„Það eru sögusagnir í gangi, fólk hefur verið að segja: „Keke er að fara eignast barn, Keke er ófrísk,“ í athugasemdum á samfélagsmiðlum, og ég vil útkljá málið - ég er það,“ hrópaði Palmer á sviðinu og reif upp jakkann sinn til að sýna óléttukúlu sína. 

View this post on Instagram

A post shared by E! Insider (@einsider)

Frumsýndi kærastann á Instagram

Hingað til hefur Palmer haldið sambandi sínu og Jacksons fjarri sviðsljósinu. Í mars 2020 útskýrði Palmer í viðtali við Harper's Baazar hvers vegna hún kysi að halda ástarlífi sínu fjarri sviðsljósinu.

Leikkonan ákvað þó síðar að opinbera sambatt sitt á Instagram, en hún ræddi það í The Tamron Hall Show í nóvember síðastliðnum. „Það varð bara erfiðara að fela sig. Við eyðum öllum okkar tíma saman og hann er í raun besti vinur minn, svo ég ætla ekki að fela það sem gleður mig svona mikið,“ sagði hún. 

mbl.is