Dóttir Stefáns og Kristínar komin með nafn

Stefán Atli Agnarsson og Kristín Avon Gunnarsdóttir hafa gefið dóttur …
Stefán Atli Agnarsson og Kristín Avon Gunnarsdóttir hafa gefið dóttur sinni nafn. Skjáskot/Instagram

Sjómaðurinn Stefán Atli Agnarson og listakonan Kristín Avon Gunnarsdóttir eignuðust sitt fyrsta barn saman hinn 30. október síðastliðinn, en fyrir eiga þau þrjú börn, Stefán á son og dóttur og Kristín dóttur. 

Stefán og Kristín fundu hvort annað árið 2021 og opinberuðu samband sitt í maí sama ár. Í maí 2022 deildu þau þeim gleðifregnum með fylgjendum sínum að þau ættu von á sínu fyrsta barni saman.

Nú hafa Stefán og Kristín gefið dótturinni nafn, en stúlkan fékk nafnið Aþena Avon Stefánsdóttir. Kristín deildi nafninu á samfélagsmiðlum með fallegri mynd af Aþenu. 

View this post on Instagram

A post shared by Kristín Avon (@kristinavon)

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju með nafnið!

mbl.is