Skíthrædd í móðurhlutverkinu

Jennifer Lawrence elskar að vera mamma.
Jennifer Lawrence elskar að vera mamma. AFP

Óskarsverðlaunaleikkonan Jennifer Lawrence eignaðist sitt fyrsta barn í febrúar í fyrra. Hún hefur mjög miklar áhyggjur af því hvort hún sé að gera allt rétt í foreldrahlutverkinu. 

„Það var það ógnvænlegasta í heimi að stofna til fjölskyldu. Hvað ef ég klúðra þessu? Hvað ef ég get þetta ekki? Og ég var svo hrædd um að klúðra þessu,“ sagði leikkonan um tilfinningar sínar í viðtali við Variety. Hún var að leika í kvikmynd þegar hún var ólétt og segir að það hafi verið mjög áhugavert að vera svona hrædd í vinnunni. 

Jennifer Lawrence ólétt á rauða dreglinum í desember 2021.
Jennifer Lawrence ólétt á rauða dreglinum í desember 2021. AFP

Læsti dóttur sína inni í bíl

Nú þegar styttist í eins árs afmæli sonarins Cy finnur hún enn fyrir ótta.

„Mér líður illa á hverjum degi í móðurhlutverkinu. Ég finn fyrir sektarkennd. Ég er að leika við hann og hugsa: „Er þetta það sem hann vill gera? Ættum við að vera úti? Við erum úti? Hvað ef honum er kalt? Hvað ef hann verður veikur? Ættum við að vera inni? Er þetta nóg? Er heilinn á honum að þroskast nógu mikið?“ sagði Lawrence.

Leikkonan Viola Davis sem ræddi við Lawrence í viðtalinu segir eðlilegt að gera ekki allt fullkomið í uppeldinu. Sjálf læsti hún einu sinni dóttur sína óvart inni í bíl. Hún varð mjög hrædd en lögreglan kom og hjálpaði henni. 

Viola Davis.
Viola Davis. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert