Ragnhildur Alda og Einar gáfu dóttur sinni nafn

Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir og Einar Friðriksson létu skíra dóttur sína.
Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir og Einar Friðriksson létu skíra dóttur sína. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, og eig­inmaður henn­ar Ein­ar Friðriks­son læknakandí­dat, gáfu dóttur sinni nafn um helgina.

Litla stúlkan fékk nafnið Ragnhildur Erla og segir Ragnhildur Alda að þau muni líklegast notast við Erlu-nafnið í daglegu tali og skýrir frá. 

„Þar sem það er vægast sagt krökkt af Ragnhildum í fjölskyldunni. Systurdóttir mín heitir Ragnhildur Anna en í þokkabót er Ragnhildur Erla sú fimmta sem ber Ragnhildar nafnið í beinum kvenlegg: Það er ég Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir, Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir móðuramman, Ragnhildur Ingibjörg Ásgeirsdóttir móðurlangamman og Ragnhildur Ingibjörg Bjarnadóttir móðurlangalangamman,“ skrifar Ragnhildur Alda á Instagram. 

Þetta er fyrsta barn þeirra hjóna saman en fyrir á Ragnhildur Alda einn son. 

Barnavefurinn óskar þeim til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert