Ömmur og afar þurfa að sýna nærgætni

Ömmur og afar eru hokin reynslu þegar kemur að barnauppeldi …
Ömmur og afar eru hokin reynslu þegar kemur að barnauppeldi og finnst stundum foreldrar setja þeim of margar reglur. Unsplash.com/John Cohen

Það að verða amma eða afi er allt önnur upplifun en að verða foreldri. Ömmur og afar hafa þegar alið upp börn sín og þau eru því nokkuð örugg í því hlutverki að passa börn. Það getur því verið ákveðin áskorun þegar börn þeirra fara að efast um hæfni þeirra til þess að passa ömmu- og afabörnin.

Ekki er óeðlilegt að ömmum og öfum þyki að sér vegið í slíkum tilfellum. Sérfræðingar benda þó á að mikilvægt sé að sýna ungum foreldrum mildi og skilning. Það er auðvelt að gera lítið úr áhyggjum þeirra og segja að þau séu að ofvernda börnin en það sé hins vegar ekki rétta leiðin.

Ein ung móðir á samfélagsmiðlinum TikTok gekk svo langt að láta plasta inn hefti af leiðbeiningum og reglum sem amman og afinn þurftu að fara eftir. 

Reynsluboltar í barnauppeldi benda á að mikilvægt sé að gera ekki lítið úr þessu hjá ungum og óreyndum foreldrum.

„Ömmur og afar ættu að passa sig að hlæja ekki fái þeir svona ítarlegan leiðbeiningapakka með barnabarninu. Alla vega ekki of mikið. Þetta er tækifæri til þess að setjast niður og hlusta á áhyggjur foreldranna. Með því að hlusta vel gefurðu þeim hugarró. Þá geta þau skilið börnin eftir og allt verður aðeins auðveldara fyrir alla.“

„Það getur verið í lagi að henda gaman að leiðbeiningabæklingnum en ekki fyrr en eftir að umræðan hefur farið fram og allir eru öruggir með hvort annað. Það er erfitt fyrir nýbakað foreldri að skilja börnin eftir í pössun og ömmur og afar ættu að reyna markvisst að minnka stressið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert