Skjárinn skammgóður vermir

Ungir krakkar fá oft skjátíma til þess að róa sig.
Ungir krakkar fá oft skjátíma til þess að róa sig. AFP

Rannsóknir benda til þess að það dugi skammt að rétta barni sem er í uppnámi Ipad eða síma til þess að róa það. Þau venjist því að róa sig með skjá og eiga erfitt með að stjórna tilfinningum sínum án hjálpar skjásins.

Stjórna ekki hegðun sinni

„Börn eru ekki búin að ná góðri stjórn á tilfinningum sínum og sjálfum sér. Þau geta ekki hugsað um afleiðingar gjörða sinna til langs tíma. Svo er það eitthvað inni í okkur sem heillar okkur við skjái og á það sérstaklega við um börn. Þetta eru flott tæki sem láta börn líða eins og þau hafi einhverja stjórn á umhverfi sínu sem þau hafa venjulega ekki,“ segir Adam Atler sálfræðingur við New York háskólann.

Þurfa aldrei að bíða

„Hér áður fyrr reyndu foreldrar að róa börn með því að kveikja á sjónvarpinu. Þetta gerði það að verkum að það var bara ákveðinn staður og stund fyrir slíkt. Nú eru engin mörk. Nú er hægt að vera með Ipada alls staðar og það er hvergi staður þar sem hann er ekki með í för. Það þarf ekki lengur að bíða eftir að fréttatíminn sé búinn eins og í „gamla daga“ heldur er þetta bara alltaf í gangi. Börn geta fræðilega horft á skjáinn eins lengi og mikið og þau vilja.“

Spurning um jafnvægi

Sérfræðingar mæla með því að í stað þess að hugsa um magn tíma sem fer í skjáleiki þá sé fólk meira að fylgjast með því hvað börnin geri. Eru þau að teikna eða spila tölvuleiki? Ef þau eru að spila tölvuleiki, þá hvaða tölvuleiki? Þetta er allt spurning um jafnvægi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert