Þetta er eini gallinn við að eiga 11 börn

Nick Cannon á ellefu börn, en það tólfta er á …
Nick Cannon á ellefu börn, en það tólfta er á leiðinni. Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Nick Cannon viðurkenndi á dögunum að finna fyrir sektarkennd yfir því að geta ekki eytt nægum tíma með börnunum sínum, en þau eru alls ellefu talsins og tólfta barnið á leiðinni. 

„Þar sem ég er faðir margra barna þá upplifi ég mikla sektarkennd yfir að ná ekki að eyða nægum tíma með þeim öllum,“ sagði hann í þættinum The Checkup with Dr. David Agus á dögunum. Hann segir vinnuna eina af ástæðum þess.

Ellefu börn á ellefu árum með sex konum

Cannon hefur verið áberandi í fjölmiðlum upp á síðkastið, en fjölskylda hans hefur stækkað ört á árinu. Ellefu ár eru liðin frá því Cannon eignaðist sín fyrstu börn, tvíburana Moroccan og Monroe, með fyrrverandi eiginkonu sinni, Mariuh Carey. 

Síðan þá hefur sannarlega bæst í hópinn hjá Cannon sem á þrjú börn með Brittany Bell, þrjú með Abbe De La Rosa, fimm mánaða son með Brie Teisi og þriggja mánaða dóttur með LaNishu Cole. 

Á síðasta ári eignaðist hann son með Alyssu Scott sem lést aðeins fimm mánaða gamall úr krabbameini í heila. Nú eiga þau Cannon og Scott von á sínu öðru barni sem verður tólfta barn tónlistarmannsins. 

Kostar sitt að eiga mörg börn

Það er því nóg um að vera hjá Cannon um þessar mundir sem er með lengri jólagjafalista en flestir. Nýverið reiknaði Sun kostnaðinn sem fylgir því að eiga ellefu börn, en samkvæmt þeim útreikningum þyrfti Cannon að greiða að lágmarki þrjár milljónir bandaríkjadala í meðlag á ári, sem gera um 437 milljónir króna á gengi dagsins í dag.

Sjálfur segist Cannon þó eyða miklu meira en þremur milljónum dala í börnin sín á ári, en hann gaf ekki upp neina upphæð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert