Guðrún og Steinar gáfu draumadrengnum nafn

Guðrún Helga Sørtveit, og sambýlismaður hennar, Steinar Örn Gunnarsson, hafa …
Guðrún Helga Sørtveit, og sambýlismaður hennar, Steinar Örn Gunnarsson, hafa gefið syni sínum nafn.

Förðunarfræðingurinn og áhrifavaldurinn Guðrún Helga Sørtveit og sambýlismaður hennar, Steinar Örn Gunnarsson, opinberuðu nafn sonar síns í sameiginlegri færslu á Instagram í gær, mánudag.

Guðrún og Steinar eignuðust soninn, sem er annað barn þeirra saman, 12. október síðastliðinn. Fyrir eiga þau dótturina Áslaugu Rún, sem kom í heiminn 14. febrúar 2020. 

„Jólakveðja, Jökull Askur og Áslaug Rún,“ skrifuðu þau Guðrún og Steinar við færsluna og birtu fallegar myndir af börnunum sínum tveimur. Guðrún útskýrði svo að nafnaveislan yrði á næsta ári. „Hann nennti ekki að vera kallaður lilli lengur.“

mbl.is