Opinberar loks hve langt hún er gengin

Molly Mae er ófrísk af sínu fyrsta barni.
Molly Mae er ófrísk af sínu fyrsta barni. Skjáskot/Instagram

Íslandsvinkonan og Love Island-stjarnan Molly-Mae Hauge er ófrísk að sínu fyrsta barni með kærasta sínum, Tommy Fury, og hefur verið dugleg að deila upplifun sinni af meðgöngunni á samfélagsmiðlum. Hins vegar hefur það verið hulin ráðgáta hve langt hún er gengin með barnið.

Nú hefur Hauge loksins opinberað hve langt hún er gengin, en hún deildi því með aðdáendum sínum í nýlegu tiktokmyndskeiði. Í myndskeiðinu sýnir Hauge óléttukúluna, en undir myndskeiðinu spilaði hún hljóðbrot sem er upprunalega úr myndskeiði raunveruleikastjörnunnar Kylie Jenner þegar hún sagði fylgjendum sínum að hún væri komin 34 vikur á leið.

„Ég er komin 34 vikur á leið“

Í síðustu viku gaf Hauge fylgjendum sínum vísbendingu um að nú væri farið að styttast í annan enda meðgöngunnar þegar hún skipti löngum gervinöglum út fyrir styttri og barnvænni neglur. „Bless, löngu neglur ... í mjög langan tíma,“ skrifaði Hauge. 

Ef rétt reynist að Hauge sé komin 34 vikur á leið má áætla að settur dagur sé í kringum 7. febrúar. 

Hauge og Fury hafa verið upptekin við hreiðurgerð síðustu vikur, en þau gáfu fylgjendum sínum innsýn í sérhannaðan fataskáp fullan af krúttlegum barnafötum í síðustu viku. Þá hélt Hauge nýlega glæsilegt steypiboð með vinum sínum og fjölskyldu, svo nú bíða verðandi foreldrarnir spenntir eftir nýja hlutverkinu. 

mbl.is