Orðinn níu barna faðir 78 ára

Dr. Karamo Chilombo og dóttir hans, tónlistarkonan Jhené Aiko.
Dr. Karamo Chilombo og dóttir hans, tónlistarkonan Jhené Aiko. Skjáskot/Instagram

Hinn 78 ára gamli dr. Karamo Chilombo, faðir tónlistarsystranna Jhené Aiko og Milu J, eignaðist nýverið sitt níunda barn, soninn Jah Seh-Miyagi.

Sonurinn kom í heiminn mánuði eftir að dóttir Chilombos, Aiko, eignaðist sitt annað barn og hann sitt annað barnabarn. Fyrir á Aiko eina dóttur. 

Chilombo birti fyrstu myndina af syninum á instagramreikningi sínum á dögunum. „Fyrstu kynni föður og sonar á þessum sérstaka degi og hann var þegar orðinn mjög svangur,“ skrifaði hann við færsluna. 

View this post on Instagram

A post shared by OG Dr. Chill (@ogdrchill)

mbl.is