Senuþjófurinn Lúðvík

Nú er komið að Lúðvík.
Nú er komið að Lúðvík. Samsett mynd

Lúðvík prins, yngsti sonur Vilhjálms Betaprins og Katrínar prinsessu, hefur verið duglegur við að stela senunni á þeim viðburðum sem hann hefur fengið að vera hluti af á árinu. Á valdaafmæli drottningar í byrjun júní átti hann fyrirsagnirnar þegar honum líkaði illa við öll lætin.

Stóra systir Lúðvíks, Karlotta prinsessa, hefur á síðustu árum tekið sér hlutverk senuþjófs í fjölskyldunni, en nú er röðin komin að Lúðvík.

Lúðvík er bara fjögurra ára og því nýfarinn að taka þátt í dagskrá fjölskyldunnar af einhverju ráði. Nú um jólin kom hann með messuna á jóladag. Eftir messuna vakti hann athygli þegar fjölskyldan heilsaði upp á gesti fyrir utan kirkjuna. Togaði hann til dæmis í móður sína þegar honum þótti hún hafa spjallað nóg og á einum tímapunkti hljóp hann á eftir fjölskyldunni því hann hélt hann hefði verið skilinn eftir. 

Sá stutti líkist systkinum sínum í útliti og ef hann er líkur systur sinni að eðlisfari mun hann eflaust verða efni fyrirsagna á næstu árum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert