Leikstjóri opnar sig um erfiða æsku

Sam Mendes og Kate Winslet voru eitt sinn hjón.
Sam Mendes og Kate Winslet voru eitt sinn hjón. DANNY MOLOSHOK

Leikstjórinn Sam Mendes rifjar upp erfiða barnæsku í viðtali við The Guardian.

Foreldrar hans skildu þegar hann var þriggja ára og hann þurfti að fara í hlutverk foreldris og gæta móður sinnar sem glímdi við geðraskanir. Þetta fékk hann til þess að fullorðnast hraðar en flestir.

Varð þessi reynsla innblástur að kvikmynd hans Empire Of Light, sem byggir á glímu móður hans við andleg veikindi.

„Jafnvel sem barn gat ég séð að farið var illa með móður mína þegar hún var undir lyfjagjöf eða annarri stjórn, oftast voru það karlmenn.“

„Þegar hún fór af lyfjunum gat hún loks sagt þeim sannleikann. Það var mjög hugrakkt. Það var eitthvað einstakt þegar hún sneri baki við þeim. Og stórkostlegt,“ segir Mendes.

Sjálfur á Mendes tvö börn, annað þeirra með leikkonunni Kate Winslet. Hann segist hafa fallist á að leikstýra Bond-myndinni Skyfall á sínum tíma því hann vildi ganga í augunum á börnunum. „Ég vildi vera svalasti pabbinn í skólanum. Það er satt. Ég vildi búa til mynd sem börnin myndu tengja við,“ sagði Mendes.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert