Sólkysst og ljómandi með óléttukúlu í Mexíkó

Fyrirsætan Jasmine Tookes tók á móti nýju ári í Mexíkó.
Fyrirsætan Jasmine Tookes tók á móti nýju ári í Mexíkó. Skjáskot/Instagram

Ofurfyrirsætan Jasmine Tookes tók á móti nýju ári sólkysst og ljómandi á Cabo í Mexíkó. Tookes er fyrrverandi Victoria's Secret fyrirsæta, en hún á von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum Juan David Borrero, framkvæmdastjóra samfélagsmiðilsins Snapchat. 

Tookes klæddist fallegum hvítum sundbol sem fór yfir aðra öxlina þegar hún stillti sér upp fyrir framan myndavélina, en hún virðist afar spennt fyrir nýju ári og nýju hlutverki. 

„Árið 2023 verður gott,“ skrifaði fyrirsætan við myndaröð af sér á Instagram.

View this post on Instagram

A post shared by Jasmine Tookes (@jastookes)

Í myndatöku hjá Vogue

Í nóvember síðastliðnum tilkynnti Tookes óléttuna, en hún ákvað að gera það með stæl og fór í myndatöku og viðtal hjá tímaritinu Vogue. Hún deildi gleðifregnunum síðar á Instagram-reikningi sínum þar sem fyrirsætan sagðist þakklát fyrir að fá að stofna fjölskyldu með eiginmanni sínum. 

Tookes og Borrero kynntust árið 2016, en Borrero er sonur Alfredo Borrero, varaforseta Ekvadors. Parið trúlofaðist árið 2020 og giftu sig ári síðar við glæsilega athöfn í Ekvador.

View this post on Instagram

A post shared by Jasmine Tookes (@jastookes)

mbl.is