Greta Salóme og Elvar gáfu syninum nafn

Greta Salóme er búin að gefa syni sínum nafn.
Greta Salóme er búin að gefa syni sínum nafn. AFP

Söngkonan Greta Salóme Stefánsdóttir og Elvar Þór Karlsson eru búin að gefa syni sínum nafn. Litli drengurinn fékk nafnið Bjartur Elí Elvarsson. 

Greta og Elvar sögðu frá þessu á Instagram um helgina. „Bjartur þýðir hinn bjarti og Elí þýðir hinn útvaldi af Guði. Við fögnuðum nafni hans með fjölskyldu og vinum í gær,“ skrifaði Greta.

Bjartur litli kom í heiminn í 24. nóvember síðastliðinn og er því tæplega tveggja mánaða gamall. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is