Reglurnar sem eru fyrstar til að víkja

Margir foreldrar gefast upp og gefa börnunum spjaldtölvu.
Margir foreldrar gefast upp og gefa börnunum spjaldtölvu.

Kona ein vakti athygli á samfélagmiðlum fyrir að spyrja fylgjendur sína að því hvað það væri helst sem þeir hefðu aldrei ætlað að bakka með þegar þau eignuðust börn en enduðu svo á að fara þvert gegn eigin hugmyndum um uppeldi.  

Svörin voru misjöfn. Sumir ætluðu aldrei að gefa barninu snuð, aðrir ætluðu aldrei að leyfa því að sofa uppi í. 

„Skjátími! Ég ætlaði alltaf að skipuleggja einhverja leiki með börnunum allan tímann. Nú kveiki ég á sjónvarpinu og fer í felur.“

„Skjánotkun. Ég hafði alltaf fordæmt þá foreldra sem leyfðu ungum börnum sínum að fá síma eða spjaldtölvu. En nú eftir að ég eignaðist barn þarf ég oft að sækja símann minn til þess að barnið róist á almannafæri.“

„Vinur minn var alltaf að skamma mig fyrir að gefa barninu súkkulaði. Nú á hann barn og hann notar súkkulaði til þess að verðlauna börnin fyrir hluti á borð við að fara í bílstólinn, fara á koppinn og svo framvegis.“

„Ég ætlaði aldrei að gefa barninu snuð. En gafst upp eftir sex svefnlausar vikur. Loks svaf barnið.“

„Ég ætlaði að leyfa barninu að venja sig á að sofa sjálft frá sex vikna aldri. Tja, barnið er sex ára. Ég hef ekki sofið ein í rúmi í sex ár.“

mbl.is