Þriðja barnið fætt

Hjónin Chrissy Teigen og John Legend eignuðust sitt þriðja barn …
Hjónin Chrissy Teigen og John Legend eignuðust sitt þriðja barn á föstudag. AFP

Fyrirsætan Chrissy Teigen og tónlistarmaðurinn John Legend eignuðust sitt þriðja barn á föstudag. Legend sagði frá fæðingu barnsins á föstudagskvöldinu en greindi hvorki frá kyni þess né nafni. 

Teigen og Legend eiga fyrir dótturina Lunu sem er sex ára og soninn Miles sem er fjögurra ára gamall. Hjónin hafa tjáð sig opinberlega um frjósemisvanda, en þau misstu soninn Jack á miðri meðgöngu árið 2020. 

mbl.is