Ellen og Arnmundur eignuðust son

Ellen Margrét Bæhrenz og Arnmundur Ernst Backman.
Ellen Margrét Bæhrenz og Arnmundur Ernst Backman. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir

Leikaraparið Ellen Margrét Bæhrenz og Arnmundur Ernst Backman eignuðust sitt annað barn saman hinn 12. janúar síðastliðinn. Drengurinn kom í heiminn klukkan 18:18. Fyrir eiga Ellen og Arnmundur hinn fimm ára gamla Hrafn Jóhann.

Parið deildi gleðifréttunum í sameiginlegri færslu á Instagram. „Þessi litli herramaður kom í heiminn með hraði þann 12. janúar kl. 18:18. Öllum heilsast vel og við erum yfir okkur ástfangin,“ skrifuðu þau við færsluna. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is