Meðgangan erfiðari en hún bjóst við

Ireland Baldwin.
Ireland Baldwin. Skjáskot/Instagram

Fyrirsætan Ireland Baldwin segir að það komi henni á óvart hversu erfitt það sé líkamlega og andlega að ganga með barn. Baldwin gengur nú með sitt fyrsta barn og segist eiga erfitt með venjast því. 

„Það er erfitt að vera ólétt. Það tekur mikið frá manni. Ég var ekki undirbúin fyrir það. Mig hefur alltaf langað til að eignast barn með réttu manneskjunni,“ sagði Baldwin sem segist hafa alist upp við bjagaða mynd af því hvað ást er.

„Sambönd eru erfið. Sambandsslit eru erfið. Að missa vinnuna. Að missa ástvin. Veikindi. Allt þetta er rosalega erfitt. En ég vanmat það hversu erfið meðganga gæti orðið mér andlega og líkama. Ég glími við heilsukvíða daglega og á meðgöngunni hefur það verið sérstaklega erfitt. Ég á erfitt með að venjast þessum breytingum. Líkamlegu einkennum. Verkjum,“ skrifaði Baldwin. 

Hún sagði að það væri gott fyrir sig að deila þessum tilfinningum með heiminum því hún hefur fundið ró í því að lesa um upplifun annarra af meðgöngu.

mbl.is