Tilkynntu nafn og kyn barnsins

Chrissy Teigen og John Legend tóku nýverið á móti sínu …
Chrissy Teigen og John Legend tóku nýverið á móti sínu þriðja barni saman. AFP

Fyrirsætan Chrissy Teigen og tónlistarmaðurinn John Legend eignuðust sitt þriðja barn saman 13. janúar síðastliðinn. Nú hafa þau deilt fyrstu myndinni af barninu, sem er stúlka, í fallegri færslu á Instagram þar sem þau tilkynntu jafnframt nafn dótturinnar. 

Fyrir eiga Teigen og Legend dótturina Lunu sem er sex ára gömul, og soninn Miles sem er fjögurra ára gamall. Hjónin hafa talað opinskátt um frjósemisvanda, en þau misstu soninn Jack á miðri meðgöngu árið 2020. 

„Hún er hér! Esti Maxine Stephens – húsið er iðandi af lífi og fjölskyldan okkar gæti ekki verið ánægðari. Pabbinn fellir tár daglega af gleði yfir því að sjá Lunu og Miles svo fulla af ást, og ég hef komist að því að maður þarf bleiur þrátt fyrir keisara!? Við erum í eintómri sælu. Takk fyrir alla ástina og hamingjuóskirnar – við finnum fyrir því,“ skrifaði fyrirsætan við myndina. 

Ætlaði að nefna barnið eftir brjóstastærð

Í lok ágúst sagðist fyrirsætan ætla að nefna barnið eftir þeirri brjóstastærð sem brjóstin á henni yrðu komin í þegar þau myndi hætta að stækka, en þá myndi brjóstastærðin vera upphafsstafur í nafni barnsins. 

Á þeim tíma sagðist hún spá því að hún yrði líklega komin í stærð G eða H undir lok meðgöngunnar, en nú hefur hún gefið dóttur sinni nafn sem byrjar á stafnum E og því forvitnilegt að vita hvort hún hafi notað aðferðina eða ekki. 

mbl.is