Priyanka Chopra Jonas segir að fyrstu mánuðirnir í lífi barns hennar hafi verið erfiðir en hún og eiginmaður hennar eignuðust sitt fyrsta barn í janúar á síðasta ári með aðstoð staðgöngumóður.
Dóttirin þurfti að vera á ungbarnagjörgæslu í 100 daga en hún fæddist langt fyrir tímann.
„Ég var ekki viss um að hún myndi lifa þetta af,“ segir Jonas í viðtali við breska Vogue sem segir að barnið hafi varla verið á stærð við lófa hennar.