Ófrísk að þriðja barninu

Kenza Zouiten ásamt börnunum sínum tveimur.
Kenza Zouiten ásamt börnunum sínum tveimur. Skjáskot/Instagram

Sænska tískugyðjan Kenza Zouiten og eiginmaður hennar, Aleksandar Subosic, eiga von á sínu þriðja barni saman. Fyrir eiga þau tvo drengi, þá Nikola og Danilo. 

Fjölskyldan hefur ákveðið að flýja skandinavíska skammdegið í heimalandi sínu, en þau eru stödd í lúxusfríi á Tælandi um þessar mundir þar sem þau njóta þess að sleikja sólina. Zouiten hefur verið dugleg að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með meðgöngunni, bæði á Instagram og Youtube. 

Fyrirsætan nýtur þess nú að vera í sólinni á Tælandi.
Fyrirsætan nýtur þess nú að vera í sólinni á Tælandi.

Þaulreynd samfélagsmiðlastjarna

Zouiten heldur einnig úti vinsælli bloggsíðu, en hún hefur verið að blogga í um 16 ár, eða frá því hún var 15 ára gömul. Þá hefur hún unnið til fjölmargra verðlauna fyrir bloggsíðu sína í gegnum árin. 

Fyrirsætan deildi nýverið myndskeið á Youtube-rás sinni frá ferðalaginu um Tæland, en hún er nú komin rúmar 19 vikur á leið og hefur sannarlega notið sín í sólinni.

mbl.is