Litli sálufélaginn orðinn tveggja ára

María Birta og Elli Egilsson.
María Birta og Elli Egilsson. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Lista­hjón­in María Birta Bjarna­dótt­ir og Elli Egilsson fögnuðu nýverið tveggja ára afmæli dóttur sinnar. Leikkonan og myndlistarmaðurinn greindu frá því í vetur að þau væru orðin foreldrar. 

Elli birti krúttlegar myndir af fallegu fjölskyldunni í tilefni afmælisins. „Til hamingju með afmælið litli sálufélaginn minn, trúi því ekki að þú sért orðin tveggja ára!! Pabbi elskar þig svo mikið og ég er stoltur af þér elskan mín,“ skrifar Elli meðal annars á Instagram og er að springa úr stolti. 

Hjónin hafa undanfarin ár búið í Bandaríkjunum, nánar til tekið í Las Vegas. Þar starfar María Birta sem leikkona en Elli sinnir myndlistinni. 

mbl.is