Íslandsvinkona á von á barni

Molly Sandén þegar hún kom til Íslands að syngja lagið …
Molly Sandén þegar hún kom til Íslands að syngja lagið Húsavík My Home Town. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Sænska söngkonan Molly Sandén á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum David Larsson. Sandén afhjúpaði óléttuna í myndbandi á TikTok og birti síðar myndir af sér á Instgram og sagðist vera að vinna í næsta kafla í lífi sínu.

Sandén kom til Íslands árið 2021 til að syngja lag í Eurovision-kvikmynd Wills Ferrel, en hún syngur einmit lagið Húsavík My Home Town. Lagið var tilnefnt til Óskarsverðlauna árið 2021.

Sandén og Larsson hafa verið saman í næstum því þrjú ár, en þau eru ekki bara par, heldur koma þau stundum fram saman. Larsson er einnig leikari og fór meðal annars með hlutverl í þáttunum Två systrar.

mbl.is