Eignuðust dóttur í leyni

Ben Smith-Petersen las upp minningarræðu eiginkonu sinnar Riley Keough við …
Ben Smith-Petersen las upp minningarræðu eiginkonu sinnar Riley Keough við minningarathöfn Lisu Marie Presley á sunnudag. Getty Images/AFP/Jason Kempin

Leikkonan Riley Keough er móðir. Greindi hún frá því í ræðu, sem eiginmaður hennar Ben Smith-Petersen las upp, við minningarathöfn Lisu Marie Presley, á sunnudag.

„Ég vonast til þess að geta elskað dóttur mína eins og þú elskaðir mig, eins og þú elskaðir bróðir minn og systur mínar,“ sagði Keough í ræðu sinni í Graceland í Tennessee.

Keough og Smith-Petersen gengu í hjónaband fyrir átta árum og hafa aldrei tjáð sig um að þau ættu dóttur áður. Þau hafa ekki sagt frá nafni hennar en staðfestu við People að hún hefði fæðst á síðasta ári.

Lisa Marie Presley, dóttir rokkkóngsins Elvis Presley, lést hinn 12. janúar síðastliðinn. Hún var lögð til hinstu hvílu í síðustu viku og svo var opinber minningarathöfn á sunnudag.

mbl.is