Neitar að fara í ófrjósemisaðgerð

Eric Decker og Jessie James Decker ásamt börnum sínum þremur.
Eric Decker og Jessie James Decker ásamt börnum sínum þremur. Skjáskot/Instagram

Fyrrverandi NFL-kappinn Eric Decker, eiginmaður söngkonunnar Jessie James Decker neitar að fara í ófrjósemisaðgerð. James Decker segist vera búin að nefna það ítrekað eftir að þau eignuðust sitt þriðja barn en að hann hafi ekki enn látið tilleiðast.

„Hann segir aðgerðina svipta hann karlmennskunni. Þannig hann ætlar að sleppa því held ég,“ sagði söngkonan í viðtali við UsWeekly.

Hjónin eiga saman dótturina Vivianne sem er átta ára og synina Eric og Forrest sem eru sjö og fjögurra ára. James Decker segir þau hjónin ekki hafa lagt upp með að eignast fleiri börn, en að þau séu ekki að gera neitt til að koma í veg fyrir það samt.

„Ég meina, þú veist, ef það gerist, þá er það alltaf blessun,“ sagði söngkonan.

mbl.is