Rúrik gaf eina og hálfa milljón

Rúrik Gíslason er lipur dansari.
Rúrik Gíslason er lipur dansari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason dansaði til sigurs í jólaþættinum Let's dance í Þýskalandi í desember. Rúrik valdi að gefa verðlaunaféð til SOS barnaþorpa og ekki í fyrsta skipti. 

Rúrik dansaði með atvinnudansaranum Maliku Dzuma­ev. „Verð­launa­fé í þætt­in­um rann til góð­gerð­ar­mála og valdi Rúrik sem fyrr að láta sinn skerf renna til SOS á Ís­landi, tíu þús­und evr­ur,“ segir í frétt á vef SOS Barnaþorpa á Íslandi og er Rúrik og Maliku þakkað innilega fyrir framlagið. Rúrik gaf einnig verðlaunafé í fyrra til SOS Barnaþorpa en þá var upphæðin 2,2 milljónir króna. 

Rúrik er velgjörðarsendiherra SOS barnaþorpa.
Rúrik er velgjörðarsendiherra SOS barnaþorpa. Ljósmynd/@jonfromiceland

„Ég sagði við sjálf­an mig að mig langaði miklu frek­ar að láta gott af mér leiða held­ur en að selja ein­hverj­ar galla­bux­ur sem ein­hver áhrifa­vald­ur,“ sagði Rúrik í viðtali við mbl.is um sjálfboðaliðastarf sitt fyrir SOS barnaþorp á vef mbl.is fyrir ári síðan. 

„Það var eins og for­svars­menn SOS Barnaþorpa á Íslandi hefðu lesið hugs­an­ir hans þar sem fljót­lega var haft sam­band við Rúrik um að leggja mál­efn­inu lið. „Ég þurfti ekki að hugsa mig um í meira en hálfa sek­úndu og þá var ég bú­inn að segja já,“ sagði hann. 

Hér fyrir neðan má sjá Rúrik dansa í þættinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert