Leikkonan Keke Palmer virðist eiga von á litlum dreng. Það sagði hún að minnsta kosti í viðtali við Jimmy Fallon á dögunum.
Palmer á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum Darius Jackson.
Í samræðum við Fallon um í hvaða stjörnumerki barnið myndi fæðast nefndi hún að lítill drengur væri á leiðinni. Áður hefur hún sagt að litla stúlkan sem hún bæri undir belti væri blessun. Því eru aðdáendur hennar á báðum áttum með hvort von sé á stúlku eða dreng.
Það sem er þó ljóst er að barnið verður annaðhvort í fiska- eða hrútsmerkinu, sama hvort það er drengur eða stúlka.