Dóttir Molly Mae fékk einstakt nafn

Molly Mae tók nýverið á móti sínu fyrsta barni með …
Molly Mae tók nýverið á móti sínu fyrsta barni með kærasta sínum, Tommy Fury. Skjáskot/Instagram

Íslandsvinkonan og Love Island-stjarnan, Molly Mae, afhjúpaði nafn dóttur sinnar í nýlegri færslu á Instagram. Mae og kærasti hennar, Tommy Fury, tóku á móti sínu fyrsta barni hinn 23. janúar síðastliðinn. 

„Bambi,“ skrifaði Mae við fallega mynd af dóttur sinni sem liggur í barnarúmi við hliðina á Bamba bangsa, en nafn hennar stendur á veggnum í stórum og upplýstum stöfum. 

Nafnið Bambi er af ítölskum uppruna og er talið vera dregið af orðinu bambino sem þýðir á íslensku barn.

View this post on Instagram

A post shared by Molly-Mae Hague (@mollymae)

Óvenjulegt og sjaldgæft nafn

Á meðgöngunni tilkynnti Mae að hún hefði alltaf vitað hvað hún myndi kalla dóttur sína. „Þetta er nafn sem hefur ekki verið notað áður. Þetta er mjög óvenjulegt og sjaldgæft, þú mun annað hvort elska það eða hata það,“ útskýrði hún í myndskeiði á Youtube-rás sinni. 

„Ég valdi nafnið þegar ég var sjálf lítil stelpa. Þetta hefur alltaf verið draumastelpunafnið og sem betur fer, þegar ég kynntist Tommy og sagði honum frá nafninu, þá elskaði hann það líka,“ bætti hún við. 

mbl.is